Undirritun & deiling, vottun & auðkenning

1. Hvernig undirrita ég mín eigin skjöl með SignWise?

 1. Innskráðu þig á SignWise portalinn.
 2. Smelltu á “Hefja undirritun”.
 3. Hlaðið inn skrám með því að smella á svæðið sem er merkt hlaða inn skrám eða með því að draga skrárnar þangað.
 4. Smellið á “Undirrita með korti” eða “Undirrita með farsíma” til þess að undirrita skjalið.

2. Hvernig undirrita ég eða hafna skjali sem ég hef verið beðinn um að undirrita í SignWise?

 1. Þú hefur fengið sendan tölvupóst sem inniheldur hlekk. Smellið á hlekkinn til þess að fara á viðkomandi skjal í SignWise.
 2. Lesið vandlega yfir skjalið sem þú ert við það að undirrita með því að smella á skráarnafnið og hlaða skjalinu niður.
 3. Smellið á “Undirrita með korti” eða “Undirrita með farsíma” til þess að undirrita skjalið.
 4. Til þess að hafna undirskrift á skjalið, smellið á Hafna og staðfestið síðan með því að smella á “OK”

3. Hvernig sendi ég beiðni um undirskrift með SignWise?

 1. Innskráðu þig á SignWise portalinn.
 2. Smelltu á “Hefja undirritun”.
 3. Hlaðið inn viðkomandi skjölum með því að smella á tilheyrandi svæði eða með því að draga skjölin þangað.
 4. Í svæðinu “Senda til undirritunar”, fyllið inn netfang þeirra sem eiga að undirrita skjalið og smellið á “Bæta við“. Endurtakið þessa aðgerð fyrir hvern og einn sem er ætlað að undirrita skjalið.
 5. Þú getur breytt gildistíma fyrir undirskriftarferlið í svæðinu fyrir neðan.
 6. Smellið á “Senda” til þess að vista breytingarnar og senda beiðnir út til móttakenda um að undirrita skjalið. Undirskriftarbeiðnir verða senda út til allra tilgreindra aðila.

4. Hvernig votta ég undirskriftir með SignWise?

 1. Innskráðu þig á SignWise portalinn.
 2. Ef skjalið sem þú vilt votta er nú þegar komið inni í SignWise, opnaðu það úr skráarlistanum þínum. Ef ekki, hlaðið þá skjalinu inn.
 3. Ef skjaðil inniheldur einhverjar undirskriftir sem SignWise greinir munt þú sjá svæðið Núverandi undirskriftir í nánari upplýsingum um skjalið.
 4. Hvíti kassinn í þessu svæði inniheldur nafn undirritanda og kennitölu og er birtingarform fyrir undirskriftirnar.
 5. Smellið á undirskrift til þess að opna hana nánar. Þú munt sjá tíma undirskriftar og staðsetningu hvar hún var gefin.
 6. Grænn punktur táknar gilda undirskrift og rauður punktur táknar ógilda undirskrift.
 7. Til þess að staðfesta gildi undirskriftar þá er mikilvægt að taka eftir eftirfarandi:
  • Undirskrift er einungis gild ef punkturinn er grænn.
  • Undirskrift er ekki jafngild handundirritaðri undirskrift ef hún inniheldur aukalega merkinguna TEST.
  • Staðfestið að nafnið og kennitala undirritanda passi við þann sem var ætlað að undirrita.
  • Staðfestið að undirskriftin hafi verið veitt á þeim stað sem búist var við.

5. Þegar undirskriftarlyklinum mínum er beitt í skýjinu, hvernig get ég verið viss um að hann geti ekki verði hleraður á netinu?

Undirskriftarlykilum er aldrei beitt í skýjinu. Hann situr alltaf á kortinu sem sér um að beita honum á hverja “áskorun“ fyrir sig með því að nota PIN númerið þegar skjal er undirritað. Skýið sendir eingöngu upplýsingar úr skjalinu á kortið sem þarf til að framkalla undirskriftina en ekki öfugt.