Aðrar spurningar

Hvað eru rafræn skilríki?

Stafræn skilríki eru rafrænt jafngildi venjulegra skilríkja fólks. Þú getur notað stafrænt skilríki til þess að auðkenna þig rafrænt eða til að sýna fram á rétt þinn til upplýsinga og þjónustu á netinu.

Rafræn skilríki, einnig þekkt sem rafræn skírteini, tengja auðkenningu þína við tvo dulkóðaða lykla. Hægt er að nota þessa lykla (svokallaðir private- og public lyklar) til þess að undirrita og dulkóða rafrænar upplýsingar. Rafræn skilríki gera það kleift að hægt er að staðfesta yfirlýsingu einhvers um að hann eða hún hafi rétt til þess að nota hinn dulkóðaða lykil. Þegar þau eru notuð með dulkóðun, veita rafræn skilríki heildstæðari öryggislausn og tryggja auðkenningu allra aðila sem koma að rafrænum samskiptum. Rafrænt skilríki er gefið út af Certification Authority (CA) og undirritað með private key þess.

Stafrænt skilríki inniheldur venjulega:

  • Opinn lykill eigenda
  • Nafn eiganda
  • Gildistími opna lykilsins
  • Nafn útgefanda (Stofnunin eða fyrirtækið sem gaf út stafrænu skilríkin)
  • Raðtala stafrænu skilríkjanna
  • Stafræn undirskrift útgefandans

Stafræn skilríki tryggja áræðanleika eigenda rafræns skjal

Áræðanleika pappírsskjala má rekja til undirskriftarinnar, og þar að auki er hægt að gilda undirskriftina með stimpli eða með þjónustu löggilds skjalaþýðanda. En þegar kemur að rafrænum skjölum, sem eru undirrituð með rafrænni undirskrift, þá auðkenna þau ekki aðeins höfund undirskriftarinnar heldur er undirskriftin bundin efni skjalsins nánum böndum. Sérhverja breytingu sem mögulega er gerð á skjalinu á auðveldlega rekja. Áræðanleiki rafrænna skjala felst því í dulkóðuninni sem er auðveldlega möguleg með nútíma dulkóðunartækni sem felst í tveimur dulkóðunarlyklum.

2. Hvað eru farsímaskilríki

Farsímaskilríki eða Farsímaauðkenning er afleiðing þróunar á hefðbundnum auðkenningarleiðum á netinu og rafrænum undirskriftum; SIM kortið í símanum er notað sem auðkenningartækni.

Farsímaauðkenni býður upp á lögformlega auðkenningu og undirskriftir fyrir netbanka, greiðslustaðfestingar, fyrirtækjaþjónustu og aðra þjónustu sem fer fram í gegn um netið. Auðkenni notandans er hýst á SIM korti frá símfyrirtæki og til þess að nota það þarf hann að slá inn persónulegann og leynilegann PIN kóða. Þegar farsímaauðkenni er notað er ekki þörf á kortalesara, þar sem síminn gegnir báðum hlutverkum.

Öfugt við aðrar leiðir, farsíminn ásamt rafrænni undirskriftartækni SIM kortsins býður upp á sama öryggi og einfaldleika og t.a.m. snjallkort sem þegar þekkjast í stafrænum auðkenningarkerfum. Slík kort er einungis hægt að nota með kortalesara og tölvu.

Hvað er Cloud / Saas þjónusta?

Hugbúnaður sem þjónusta (SaaS) er hugbúnaðarlausn þar sem hugbúnaður og viðeigandi gögn eru hýst á miðlægan hátt í skýinu, óháð framleiðendum hugbúnaðar (ISV) eða þjónustuveitenda (ASP).

Stundum er vísað til þess sem "service(s) as a software substitute" (SaaSS) eða "on-demand software".

Aðgengi að SaaS er venjulega notað af notendum í gegnum vafra. SaaS hefur orðið viðtekið kerfi fyrir ýmis konar viðskiptalausnir, svo sem skrifstofu- og upplýsingahugbúnað, DBMS hugbúnað, stjórnunarhugbúnað, CAD hugbúnað, þróunarhugbúnað, leikjun, sýndarveruleika, bókhald, samstarf, stjórn á samskiptum við viðskiptavini (CRM), stjórnun upplýsingakerfa (MIS), auðlindastjórnun (ERP), reikningshald, mannauðsstjórnun (HRM), efnisstjórnun (CM) og afgreiðslu

Einn af helstu kostum SaaS er tækifærið sem býðst við það að minnka kostnað sem annars færi í viðhald og sú þjónusta sem SaaS þjónustuaðilinn veitir.